Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fréttir
Útgáfuhóf - Ég átti að heita Bjólfur
Margrét Lóa hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Margrét Lóa Jónsdóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2024 fyrir ljóðabókina Pólstjarnan fylgir okkur heim en verðlaunin eru veitt ár hvert í minningu skáldsins Tómasar Guðmundssonar fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Í umsögn dómnefndar segir að Pólstjarnan fylgir okkur heim sé magnaður ljóðaseiður um lífið, dauðann, tímann innra með okkur og veraldarundrið vonina.
Berlínarbjarmar og októberfest
Bókakvöld með Steinunni Sigurðardóttur
Fögnum útgáfu Mömmu sandköku
Að sjálfsögðu verður boðið upp á sandköku og Sandra Barilli stýrir krakkakarókí! Mamma sandkaka og aðrar bækur Lóu verða að sjálfsögðu á góðum kjörum. Öll hjartanlega velkomin, hlökkum til að sjá ykkur!
Dauðaþögn - útgáfufögnuður
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Dauðaþögn eftir Önnu Rún Frímannsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 27. júní kl. 17. Bókin verður á útgáfutilboði og léttar veitingar í boði. Öll hjartanlega velkomin!
Bókmenntahátíðin Queer Situations
Dagana 22.-24. ágúst 2024 fer fram ný og spennandi bókmenntahátíð í Reykjavík og Kópavogi sem ber heitir Queer Situations. Margir spennandi höfundar hafa boðað komu sína á hátíðina og má til dæmis nefna Maggie Nelson, Harry Dogde og Ia Genberg. Hægt er að panta bækur höfundanna í forsölu hér en bókabúð Sölku annast bóksölu á staðnum!
Bókakvöld - Ljósbrot og Mennska
Í tilefni af sumarbókaviku og útgáfu tveggja spennandi bóka blásum við til bókakvölds í bókabúð Sölku miðvikudaginn 5. júní kl. 20. Ingileif Friðriksdóttir og Bjarni Snæbjörnsson koma til okkar og segja frá nýútgefnum bókum sínum, Ljósbrot og Mennska. Húsið opnar kl. 19.30, bókabarinn verður opinn, bækurnar að sjálfsögðu á góðum kjörum og öll hjartanlega velkomin!
Fögnum útgáfu tveggja bóka!
Verið hjartanlega velkomin í tvöfalt útgáfuboð og afmælisveislu Ingileifar Friðriksdóttur og Maríu Rutar Kristinsdóttur í bókabúð Sölku, Hverfisgötu, laugardaginn 18. maí kl. 16. Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist, blöðrudýr og gleðin mun svífa yfir vötnum! Auður Ýr sýnir fallegar myndir úr Úlf og Ylfu í gallerí Dýflissu á neðri hæð Sölku

Forsala á bókum Ed Winters!
FORSALA FORSALA!
í tilefni af komu Ed Winters (Earthling Ed) til Íslands haustið 2024 býður bókabúð Sölku upp á forsölu á tveimur bókum hans; How to Argue with a Meat Eater (and Win Every Time) og This is Vegan Propaganda (and Other Lies the Meat Industry Tells You). Forsölunni lýkur 30. júní og áætlað er að bækurnar verði afhentar um miðjan ágúst.
Ath. upphaflega stóð til að Ed Winters kæmi til landsins í lok maí en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti hann að fresta heimsókninni. Þeir sem þegar hafa pantað eintök fá þau afhent snemmsumars.